Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.9.2008 | 20:53
Um blogg þingmanns
Vægast sagt sérstakur pistill frá þingmanninum Jóni Magnússyni. Hann segir:
Í dag voru 6 dönsk ungmenni fundin sek um að afla fjár til hryðjuverkastarfsemi. Hvaðan skyldu þau ungmenni vera komin til Danmerkur?
M.ö.o. gefur þingmaðurinn sér að þetta hljóti að hafa verið innflytjendur. Eins og bent hefur verið á er það mesti misskilningur, þetta voru danskir unglingar úr hópnum 'Fighters and Lovers'. Um dóminn má lesa hér og ögn meira um þetta sérstaka dómsmál má lesa t.d. hér.
Ég ætla ekki að taka afstöðu með þessum hópi Dana, en augljóst er að þessir krakkar eru sannarlega engin dönsk 'Al Queda' sella eins og Jón Magnússon virðist halda.
Vonandi hafa krakkarnir fengið skárri meðhöndlun en Svíi af sómölskum uppruna sem sakaður var um sama glæp en sleppt eftir margra mánaða gæsluvarðhald þegar ljóst var að ekki stóð steinn yfir steini í ákærunni. Maðurinn hafði sent peninga til síns heimalands og á grundvelli símhleranna (illa þýddar í hendur sænsku lögreglunnar) var hann grunaður um að senda peningana til andspyrnuhópa sem hafa verið stimpluð sem hryðjuverkahópar, þó svo sú skilgreining sé afar umdeild, m.a. í ljósi stjórnmálaástandsins í Sómalíu.
Þingmaðurinn fer svo yfir í alls óskylt mál og ræðir um fréttir af vopnuðum átökum glæpahópa í Danmörku. Þetta eru vissulega ógnvænlegar fréttir, því þó svo þessar glæpamafíur séu fyrst og fremst að skjóta hver á aðra, þá er alltaf hætta á að saklausir verði fyrir barðinu, sérstaklega þegar átökin stigmagnast. Það gerðist síðast þegar svona "mafíustríð" geisaði í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug og stigmögnuðust átök þar til farið var að nota sprengjuvörpur. Á þessum tíma voru klíkurnar "danskar", glæpagengin 'Hells Angels' og 'Bandidos'.
Í stríðinu sem nú geisar berjast Hells Angles við aðra hópa. Það sérstaka við grein þingmannsins er að honum finnst ástæða til að bera blak af fyrrnefndum Vítisenglum, eins og þeir séu á einhvern hátt "saklausari" aðilinn í þessum deilum!
í gær birtist eftirfarandi frétt á visir.is:
Átök Vítisengla og innflytjendahópa í Danmörku hafa nú náð slíkum hæðum í Árósum að félagar í Vítisenglum eru teknir að flytja fjölskyldur sínar burt frá bænum.
Að sögn lögreglu hafa englarnir komið sér upp dauðalista og ætla sér að ráða þrjá félaga í hinum svokölluðu Trillegårds-samtökum af dögum en það eru glæpasamtök innflytjenda. Búist er við að til tíðinda dragi um helgina og hefur lögregla mikinn viðbúnað af þeim sökum.
Þetta er sem sagt "rólegi aðilinn" að sögn þingmannsins.
Ég er alveg sammála Jóni Magnússyni að það eigi að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að erlendar glæpaklíkur leiti hingað og sú áhætta er auðvitað raunveruleg.
Hins vegar er dálítið sérstakt að lesa úr þessum hugleiðingum Jóns um tvær óskyldar fréttir að hann virðist halda að flest sem miður fer í Danmörku hljóti að vera af völdum innflytjenda; ungmenni sem eru dæmd fyrir að hafa ætlað að styðja hryðjuverkastarfsemi hljóti að hafa verið af erlendum uppruna, og í deilum tveggja harðsvíraðra glæpahópa tekur Jón hálf partinn upp hanskann fyrir þeim "þjóðlegri"!
Dönsk ungmenni studdu hryðjuverkasamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2008 kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2008 | 23:31
McCain og Palin
Ágætis pistill um það skötuhjú úr NYTimes, þar sem m.a. segir:
We still dont know a lot about Palin except that shes better at delivering a speech than McCain and that she defends her own pregnant daughters right to privacy even as she would have the government intrude to police the reproductive choices of all other women.
...
Apparently when McCain said in June that his vice presidential vetting process was basically a Google, he wasnt joking.
This is a roll of the dice beyond even Bill Clintons imagination. Often my haste is a mistake, McCain conceded in his 2002 memoir, but I live with the consequences without complaint. Well, maybe its fine if he wants to live with the consequences, but what about his country? Should the unexamined Palin prove unfit to serve at the pinnacle of American power, it will be too late for the rest of us to complain.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 20:50
30 milljarða gjaldeyrislánið dugir í hvað marga daga?
Lánið dugir sem sagt ekki fyrir eins mánaðar viðskiptahalla. Ársfjórðungur er 13 vikur. Viðskiptahallinn var sem sagt 9.85 milljarðar í viku hverri að meðaltali, 1.4 milljarður á dag. 30 milljarða lán ríkisstjórnarinnar ést upp á þremur vikum.
Nú er ég ekki hagfræðimenntaður en einhvernveginn er erfitt að skilja hvaða áhrif þetta lán á að hafa.
5.9.2008 | 20:34
En... var ekki bullandi viðskiptahalli líka í góðærinu?
Þegar gengið hélst í hæstu hæðum og hlutabréfavísitalan flaug upp á við var samt alltaf bullandi viðskiptahalli.
Nú er sagt að viðskiptahallinn stafi einkum af tapi af íslenskum fjárfestingum erlendis, þ.e. fjárfestingarnar sem tapast koma út eins og hrein "eyðsla" ef ég skil þetta rétt. En þegar íslenskir fjárfestar græddu á tá og fingri á öllum sínum snjöllu útrásarfjárfestingum þar til fyrir ári var samt gífurlegur viðskiptahalli! Skilaði sér tekjumyndun af fjárfestingum aldrei heim? Eða var takmörkuð tekjumyndun af þessum fjárfestingum??
Viðskiptahallinn ástæðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2008 | 15:11
Þekkir ráðherran ekki DoHop ?
Í fyrri ferðinni eru keyptir flugmiðar á 446 þúsund krónur á manninn, og var þó vitað um dagsetningar þeirrar ferðar með löngum fyrirvara. Í seinni ferðinni sem ákveðin er með mjög skömmum fyrirvara er borgað rúmlega 600 þúsund krónur á manninn!
Nú spyr ég, þekkir einhver einhvern sem hefur flogið til Kína og borgað svo mikið??
Að gamni fór ég á www.dohop.com, mér sýnist ég geti fengið flug til Kína á morgun og heim á sunnudag (í gegnum Köben) fyrir samtals ríflega 200 þúsund krónur. Flugið frá Köben til Kína kostar tæpar 12.000 DKK og til Köben kemst maður fyrir minna en 400 þúsund... meira að segja ráðherra!
Kínaferðir kostuðu 5 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2008 | 12:45
Til hamingju!
Hommar og lesbíur - til hamingju með daginn!
Hlakka til að koma í bæinn og taka þátt í hátíðarhöldunum!
Um bloggið
Pælingar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar