Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Við fengum ekkert af þessum Icesave peningum"

Ó jú víst.Hingað barst hellingur af þessum bannsettu Icesave penníum. Nokkur liggja í húsgrunni á móti Seðlabankanum, fjölmörg penní greiddu himinhá laun starfsmanna Landsbankans, einbýlishús þeirra, Porsche jeppa, taprekstur Bjöggafeðga á Mogganum, svo ekki sé talað um KR-búninga.

KR köttur 


"Ef icesave er fellt um helgina þá er engin skuld lengur."

Hversu margir halda þetta?

Rifjum upp: 

Þegar DO sagði hina fleygu setningu "Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna" þá meinti hann "Við skulum borga þær skuldir óreiðumanna sem okkur hentar". Neyðarlögin kváðu á um að innistæður fóru fram fyrir aðrar skuldaviðurkenningar á bankanna, þannig var mesta beina tjóninu af hruni bankanna- nokkur þúsund milljörðum - að mestu komið á erlenda banka. Þannig þurfti ríkið ekki beint að punga út fé til að tryggja innstæður hérlendis 100%. En ríkið greiddi samt 70-80 milljarða inn í peningamarkaðssjóðina sem fengu verri skell en ella vegna þessa ákvæðis neyðarlaganna. Svo vissulega hefur ríkið - við skattgreiðendur - borgað helling af skuldum óreiðumanna. Dabbi vildi bara að við ættum bara að borga þær skuldir sem okkur hentaði, skuldir óreiðumannanna til okkar sjálfra! Hentugt! 

Ef Íslendingar halda að þeir komist upp með þetta en vilji samtímis neita Icesave og fara með það fyrir dóm hygg ég að eir séu æði bjartsýnir, eiginlega bara 'naív'.

Í öðru lagi var samið um það 2008 að við myndum taka á okkur Icesave skuldaviðurkenningu þegar við sömdum við AGS, Norðurlönd og fleiri að hjálpa okkur. AGS kom ekki hingað óumbeðið, Ísland BAÐ AGS UM HJÁLP. Við erum þegar búin að taka við eitthvað af þessu fé. Að ætla sér núna 16 mánuðum seinna að alfarið afneita Icesave eða vísa því í dóm heitir að ganga bak orða sinna. 

Í þriðja lagi er dírektívið vissulega óskýrt en segir engu að síður nokkuð skýrt að innstæðueigandi skuli fá tryggt að lágmarki 20.700 Evrur. Ríkið sé ekki ábyrgt fyrir þessu EF (lesið aftur: EF) kerfið tryggir þetta lágmark. Hvað er svona óskaplega óskýrt í þessu? 

Við-ætlum-ekki-að-borga kórinn hugsar eitthvað á þessa leið:

  • Aðrar þjóðir eiga að sýna því skilning að við settum hér neyðarlög og færðum innistæður framfyrir skuldabréf í kröfuröð á þrotabú bankanna, og látum þannig erlenda banka taka mestan skellinn af falli bankanna. 
  • Aðrar þjóðir eiga að sýna því skilning að íslenskir innstæðueigendur fái sínar bankainnstæður 100% bættar, hvort sem er 10 milljónir, 100 milljónir, krónur eða gjaldeyrisreikningar.
  • Aðrar þjóðir eiga að koma okkur til hjálpar og lána (AGS, Norðurlönd o.fl.) til að ríkissjóður fari ekki í greiðsluþrot og reyna megi að viðhalda íslensku krónunni (Kórinn hefur fulla trú á krónuna enda vilja þeir ekki ESB og Evru!)
  • Þegar kemur að Icesave, 300.000 manns sem treystu íslenskum banka fyrir peningunum sínum, eiga aðrar þjóðir barasta að gjöra svo vel að "fara með málið fyrir dóm".

Kórnum finnst orðspor Íslands ekki nógu laskað. Þeim finnst það hafa verið frumhlaup Breta og Hollendinga að borga út Icesave innstæður. Þeir hugsa ekkert útí það hver áhrif þess hefði verið ef 300.000 manns sætu ENN og biðu eftir að fá kannski peningana sína aftur. Á meðan við fengum okkar innstæður 100% bættar.

 


Þjóðarheiður eða þjóðarheimska?

Stutt frétt kom í blöðum í dag sem skýrir af hverju þrotabú Landsbankans liggur með 200 milljarða á nánast engum vöxtum á reikningi hjá Seðlabanka Bretlands. Það er af því að Landsbankinn skuldar nánast öllum stórum bönkunum í Bretlandi. Þeim skuldum var ýtt aftur fyrir venjulegar innistæður með neyðarlögunum. Bankinn óttast að leggi þeir einhvers staðar inn peningana utan Seðlabankans verði þeir hirtir uppí skuldir.

En þetta er nokkuð sem Við-ætlum-ekki-að-borga kórinn hefur ekki áhyggjur af.

Hinn háværi kór virðist hugsa:

  • Aðrar þjóðir eiga að sýna því skilning að við settum hér neyðarlög og færðum innistæður framfyrir skuldabréf í kröfuröð á þrotabú bankanna, og látum þannig erlenda banka taka mestan skellinn af falli bankanna. 
  • Aðrar þjóðir eiga að sýna því skilning að íslenskir innstæðueigendur fái sínar bankainnstæður 100% bættar, hvort sem er 10 milljónir, 100 milljónir, krónur eða gjaldeyrisreikningar.
  • Aðrar þjóðir eiga að koma okkur til hjálpar og lána (AGS, Norðurlönd o.fl.) til að ríkissjóður fari ekki í greiðsluþrot og reyna megi að viðhalda íslensku krónunni (Nei-kórinn hefur fulla trú á krónuna enda vilja þeir ekki í ESB og taka upp Evru.
  • Þegar kemur að Icesave, 300.000 manns sem treystu íslenskum banka fyrir peningunum sínum, eiga aðrar þjóðir barasta að gjöra svo vel að "fara með málið fyrir dóm".
  • Nei-urum finnst orðspor Íslands ekki nógu laskað. Þeim finnst það hafa verið frumhlaup Breta og Hollendinga að borga út Icesave innstæður. Þeir hugsa ekkert útí það hver áhrif þess hefði verið ef 300.000 manns sætu ENN og biðu eftir að fá kannski peningana sína aftur. Á meðan við fengum okkar innstæður 100% bættar.

Hvað á að gera á mánudag?

Ef ekki verður búið að semja og við fáum að kjósa, eins og meirihluta moggabloggara virðist vilja? 80% segja NEI, og hvað svo? Málið bara dautt??Við erum búin að segja AGS og Norðurlöndum að við ætluðum að standa við skuldbindingar vegna Icesave. Eigum við að skila AGS lánunum og lánunum frá Norðurlöndum? Láta ríkissjóð verða gjaldþrota á næsta ári, þegar stór lán koma á gjalddaga? Landsvirkjun gjaldþrota snemma árs 2011?

 Hvað vill NEI liðið gera, eftir laugardag??


Eru hrákadallar bannaðir?

Nei, mér vitanlega ekki. Samt eru þeir hvergi seldir.

HEIMDALLUR skýtur sig illilega í fótinn þegar þeir andmæla ályktunum tóbaksvarnarþings Læknafélags Íslands og mótmæla því að læknar vilji banna tóbak.

Í ályktunum þingsins segir hvergi að banna skuli tóbak. Það er lagt til að tóbak verði tekið úr almennri sölu í verslunum og söluturnum. Það sér hvert mannsbarn að það er ekki hið sama og að banna tóbak. Bjór og brennivín er t.d. ekki bannað, þó ekki sé það selt alls staðar.

Læknar vonast svo til að Ísland verð fyrsta landið í heiminum þar sem tóbak hverfi alfarið úr almennri sölu. En læknar eru EKKI að leggja til að tóbak verði bannað. Einfaldlega að tóbakið fari sömu leið og hrákadallarnir. Á öskuhauga sögunnar.


Af hverju hulin andlit?

Af hverju hylja sumir gesta Forsetans andlit sín? Skammast fólk sín fyrir það sem það gerir? Er það feimið við að birtast í fjölmiðlum?  Heldur fólk að það falli í ónáð einhvers staðar ef sést til þess í mótmælaaðgerðum?
mbl.is Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur þá Kópavogur skilað Gusti...

lóðina og fengið 3.5 milljarðana endurgreidda?

Eða endar sem sagt málið þannig að bæjaryfirvöld Kópavogs færðu Gusti 3.500.000.000 kr úr sjóðum bæjarins fyrir gömul hesthús?  Ekki nema ca. 140 þús á hvern íbúa Kópavogs.


mbl.is Skila lóðum á Glaðheimasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er EKKI verið að hengja bakara fyrir smið!!

Það er einfaldlega verið að krefjast þess að yfirsmiðurinn og eftirlitsverkfræðingurinn sem kvittaði uppá spilaborgina sem hrundi, víki frá.
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Singing Bee" - er það ekki pínu 'lame' ?

Sjónvarpstöðvar sem hafa ekki frjóa framleiðendur eða vilja lágmarka áhættu við þáttagerð geta keypt þátta-'konsept' sem aðrir hafa þróað og hafa gengið vel annars staðar. Sérstök stofnun í Sviss sér um að selja svona pakka sem kosta skildinginn, Idol, X-Faktor, 'Viltu vinna milljón' og 'Ertu skarpari en skólakrakki' eru allt dæmi um slíkt.Bee_Season_film

Nýjasti þátturinn með tilbúnu erlendu sniði af þessum toga er þáttur Skjás eins 'Singing Bee'.

Áhorfendur kunna að velta fyrir sér nafngiftinni, en þar er vísað til þekktrar stafsetningarkeppni, 'Spelling Bee', sem sumir muna eftir úr sjónvarpi og bíómyndum. 

Þetta er svo sem skiljanlegt en maður hefði þó haldið að söngelsk og frumleg þjóð gæti fundið upp á ekki síðri skemmtiþáttum, ég hef raunar ekki séð þennan þátt á Skjá einum svo ekki get ég dæmt um hann.

Svipað þekkist úr skyndibitabransanum, þar sem keyptur er aðgangur að þekktum vörumerkjum, með tilheyrandi stöðluðu útliti og mat. Undantekningar þekkjast þó, svo sem hinn ramm-íslenski veitingastaður American Style, þar sem mér skilst að frumlegur veitingamaður hafi búið til sitt eigið konsept sem virkað hefur vel, í stað þess að kaupa tilbúið að utan.  Mættu sjónvarpsstöðvar taka þetta til fyrirmyndar.


Skyldi þó ekki vera...

að það séu að koma í ljós enn og aftur ársfjórðungsendasáhrif á gengið??

calendar

 


mbl.is Evran nálgast 140 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband