5.9.2008 | 20:34
En... var ekki bullandi viðskiptahalli líka í góðærinu?
Þegar gengið hélst í hæstu hæðum og hlutabréfavísitalan flaug upp á við var samt alltaf bullandi viðskiptahalli.
Nú er sagt að viðskiptahallinn stafi einkum af tapi af íslenskum fjárfestingum erlendis, þ.e. fjárfestingarnar sem tapast koma út eins og hrein "eyðsla" ef ég skil þetta rétt. En þegar íslenskir fjárfestar græddu á tá og fingri á öllum sínum snjöllu útrásarfjárfestingum þar til fyrir ári var samt gífurlegur viðskiptahalli! Skilaði sér tekjumyndun af fjárfestingum aldrei heim? Eða var takmörkuð tekjumyndun af þessum fjárfestingum??
Viðskiptahallinn ástæðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2008 | 15:11
Þekkir ráðherran ekki DoHop ?
Í fyrri ferðinni eru keyptir flugmiðar á 446 þúsund krónur á manninn, og var þó vitað um dagsetningar þeirrar ferðar með löngum fyrirvara. Í seinni ferðinni sem ákveðin er með mjög skömmum fyrirvara er borgað rúmlega 600 þúsund krónur á manninn!
Nú spyr ég, þekkir einhver einhvern sem hefur flogið til Kína og borgað svo mikið??
Að gamni fór ég á www.dohop.com, mér sýnist ég geti fengið flug til Kína á morgun og heim á sunnudag (í gegnum Köben) fyrir samtals ríflega 200 þúsund krónur. Flugið frá Köben til Kína kostar tæpar 12.000 DKK og til Köben kemst maður fyrir minna en 400 þúsund... meira að segja ráðherra!
Kínaferðir kostuðu 5 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2008 | 12:45
Til hamingju!
Hommar og lesbíur - til hamingju með daginn!
Hlakka til að koma í bæinn og taka þátt í hátíðarhöldunum!
Um bloggið
Pælingar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar