Eru hrákadallar bannaðir?

Nei, mér vitanlega ekki. Samt eru þeir hvergi seldir.

HEIMDALLUR skýtur sig illilega í fótinn þegar þeir andmæla ályktunum tóbaksvarnarþings Læknafélags Íslands og mótmæla því að læknar vilji banna tóbak.

Í ályktunum þingsins segir hvergi að banna skuli tóbak. Það er lagt til að tóbak verði tekið úr almennri sölu í verslunum og söluturnum. Það sér hvert mannsbarn að það er ekki hið sama og að banna tóbak. Bjór og brennivín er t.d. ekki bannað, þó ekki sé það selt alls staðar.

Læknar vonast svo til að Ísland verð fyrsta landið í heiminum þar sem tóbak hverfi alfarið úr almennri sölu. En læknar eru EKKI að leggja til að tóbak verði bannað. Einfaldlega að tóbakið fari sömu leið og hrákadallarnir. Á öskuhauga sögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband