Af hverju hulin andlit?

Af hverju hylja sumir gesta Forsetans andlit sín? Skammast fólk sín fyrir það sem það gerir? Er það feimið við að birtast í fjölmiðlum?  Heldur fólk að það falli í ónáð einhvers staðar ef sést til þess í mótmælaaðgerðum?
mbl.is Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem hafa hulið andlit sín í mótmælum hingað til hafa komið til þess að brjóta lög...

Þór (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Nonni

"Heldur fólk að það falli í ónáð einhvers staðar ef sést til þess í mótmælaaðgerðum?"

Já, hjá bláhentum leigusölum.  Já, hjá bláhentum atvinnurekendum. Já, fólk er tekið fyrir á djamminu af ruslaralýð sem er svo illa haldið af Stokkhólmseinkenni að það hálfa væri nóg.

Nonni, 22.12.2008 kl. 15:43

3 identicon

Nei, fólk sem hylur andlit sín skammast sín ekki fyrir skoðanir sínar og aðgerðir. Gríman felur í sér yfirlýsingu um að það sé krafan sem skipti máli en ekki það hver heldur þeim fram.

Gríman getur einnig þjónað þeim tilgangi að gera það erfiðara að klína sök á fáa einstaklinga ef hópur hefur komið sér saman um aðgerð sem ögrar ramma laganna.

Í þriðja lagi verða aðgerðasinnar bæði fyrir hótunum og persónudýrkun og gríman er góð leið til að draga úr líkunum á slíku.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú hafa mótmælendur sárasjaldan brotið lög, er það ekki?  A.m.k. hefur enginn verið ákærður fyrir mótmæli vegna bankahrunsins hingað til.

Ekki braut neinn lög með þvi að banka uppá á Bessastöðum?

Skeggi Skaftason, 22.12.2008 kl. 15:45

5 identicon

Nema að maðurinn sé að verjast gegn hugsanlegum piparúða. Trúi nú varla að það sé mikið af honum þarna, samt sem áður.

Gunnar (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:48

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Af hverju bloggar þú ekki undir réttu nafni?

Heiða B. Heiðars, 22.12.2008 kl. 15:55

7 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Það er nú hálf asnalegt að gagnrýna hulin andlit þegar þú sjálfur virðist ekki geta staðið fyrir skoðunum þínum undir nafni Skeggi minn

Eva, það er nauðsynlegt að vita hver er með hvaða kröfu. Stefnulaus hópur sem aðhyllist stjórnleysi með grímur er harla marktækur. Ég hugsa að þessi sami hópur hafi horft of stíft á hina ágætu kvikmynd V for Vendetta.
Það er frekar að fólkið verði fyrir aðkasti frekar en persónudýrkun, eflaust myndi ég hlægja mig máttlausan ef einhver þessara hippa myndi verða fyrir það mikilli persónudýrkun að það truflaði dagleg störf hans við að mótmæla.

Bankaræningjar hylja andlit sín til þess að gera lögreglu erfiðara við að færa sök á þá við ráni sem ögrar ramma laganna. Endilega færðu rök fyrir mér afhverju sum lög er sjálfsagt að brjóta og sum ekki.

Þessi sami hópur gékk niður Laugarveginn í jólalest Coke, nokkrir í jólasveinabúningum stukku um öskrandi og hræðandi börnin, dreifandi áróðursmiðum að börnum. Alveg finnst mér það sorglegt þegar ákveðinn hópur er orðinn það örvæntingarfullur í aðgerðum sínum að hann ræðst að 5-12 ára gömlum börnum til að hræða þau og koma fyrir áróðri í höfði þeirra.

Páll Ingi Pálsson, 22.12.2008 kl. 16:24

8 identicon

Persónulega fannst mér ókurteisi af þessum tveimur ungu mönnum sem voru með andlit sín hulin í mótmælunum hjá Forseta okkar....allavega hefur þeim ekki verið kalt þegar inn var komið. Hefði eiginlega átt að skilja þá úr hópnum, er öllum var boðið í heitt súkkulaði og spjall.

Kurteisi kostar ekki peninga.

Dagný Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 20:53

9 identicon

Nei, reyndar tóku menn flestir af sér grímurnar inni þegar fjölmiðlar voru reknir út, og töluðu við ólaf grímulausir. Það var einungis þegar myndavélar sem grímurnar voru uppi, til að mótmælin yrðu ekki persónugerð í fjölmiðlum og svo framvegis, eins og eva hauksdóttir sagði.

.. (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:29

10 identicon

Páll Ingi. Náðirðu ekki því sem ég var að segja um að persónugera ekki mótmæli?

Varðandi persónudýrkun þá efast ég um að Maó formaður, Che Guevara, John Lennon og ýmsir aðrir sem hafa verið settir á stall af misgóðri ástæðu, hafi reiknað með því að verða teknir í guðatölu. fyrst þegar þeir byrjuðu að tjá sig um pólitík. 

Sum lög er sjálfsagt að brjóta vegna þess að þau eru ekki sett til að vernda hagsmuni almennings, heldur til að tryggja völd fámennra hagsmunahópa.

Jólasveinarnir hræddu ekki börnin. Börnin fíluðu þá í ræmur. Sumir foreldranna urðu hinsvegar miður sín þegar þeir voru minntir á það með glaðlegum söng að 'kók er kúkur kapítalsins'. Kóka kóla fyrirtækið hefur stuðning lögreglu og jafnvel björgunarsveita til að dreifa þeim áróðri sínum að kók sé tákn jólanna. Það er auðvitað skelfilegt til þess að hugsa ef börn fengju að kynnast öðrum hugmyndum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:53

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eins og Heiða og Páll Ingi er ég ekki beint í stöðu til að gagnrýna fólk fyrir að tjá skoðanir sínar með nafnleynd, enda var ég ef að er gáð svo sem ekki að gagnrýna mótmælendur, heldur velta fyrir mér þessum vana sumra mótmælenda, að hylja andlit sín við hinar ýmsu mótmælaaðgerðir. Nafnleynd hefur kosti og galla. Ég efast t.d. um að - sýndarveruleikamaneskjan Skeggi - myndi skrifa Forseta Íslands bréf í mínu nafni.

Sú manneskja af holdi og blóði sem beitir mér sem málpípu sinni heitir öðru nafni, en hann hefur þó tekið þátt í ýmsum aðgerðum, t.a.m. oft mætt á Austurvöll, og tjáir sig á öðrum vettvangi.

En svona í alvöru, þá held ég að sumir mótmælendanna taki sjálfa sig full alvarlega. Við leggjum ekki á minnið andlit sem birtast á sjónvarpskjá í tvær sekúndur. Svo er ég í aðra röndina hálf hissa að mótmælendur skyldu þiggja kaffisopann á Bessastöðum. Hvers konar mótmæli eru það, að kíkja í kaffi?

Mótmælendur hafa e.t.v. notað tækifærið til að spyrja Forsetann:

  • hversu oft veðbóluvíkingar fengu að draga viðsemjendur sína í boð til Bessastaða til að landa viðskiptasamningum,
  • hversu oft Ólafur þáði far með einkaþotum veðbólugröfnu víkinganna,
  • hvort Forsetaembættið hyggist draga saman seglin og spara útgjöld,
  • af hverju Forsetaembættið valdi 460 hestafla ofurbifreið sem forsetabifreið og auglýsti fyrir umboðið sem umhverfisvæna (bíll sem eyðir tæpum 12 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri) og hvort embættið hafi fengið góðan afslátt fyrir að auglýsa upp þessa bílategund.

Og vafalaust er margt fleira sem spyrja mætti Forseta um.

Skeggi Skaftason, 23.12.2008 kl. 00:15

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mér fannst uppákoman fyrir framan kóklestina þrælflott!  En kók er samt sem áður eitt af mörgum táknum jólahalds. Fann ekki kók upp nútíma jólasveininn?

Skeggi Skaftason, 23.12.2008 kl. 00:28

13 identicon

"Af hverju bloggar þú ekki undir réttu nafni?"

Heiða B. Heiðars, 22.12.2008 kl. 15:55

Góð Heiða. :)

En það að sumir velji sér að blogga undir "nickname" lýsir einmitt þessu með grímurnar hjá þessu fólki. Ísland er bara einn stór smábær og stundum er það nauðsynlegt að blanda ekki kennitölunni sinni saman við sum mál.

Hilmar G (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband