23.9.2008 | 21:45
"Singing Bee" - er það ekki pínu 'lame' ?
Sjónvarpstöðvar sem hafa ekki frjóa framleiðendur eða vilja lágmarka áhættu við þáttagerð geta keypt þátta-'konsept' sem aðrir hafa þróað og hafa gengið vel annars staðar. Sérstök stofnun í Sviss sér um að selja svona pakka sem kosta skildinginn, Idol, X-Faktor, 'Viltu vinna milljón' og 'Ertu skarpari en skólakrakki' eru allt dæmi um slíkt.
Nýjasti þátturinn með tilbúnu erlendu sniði af þessum toga er þáttur Skjás eins 'Singing Bee'.
Áhorfendur kunna að velta fyrir sér nafngiftinni, en þar er vísað til þekktrar stafsetningarkeppni, 'Spelling Bee', sem sumir muna eftir úr sjónvarpi og bíómyndum.
Þetta er svo sem skiljanlegt en maður hefði þó haldið að söngelsk og frumleg þjóð gæti fundið upp á ekki síðri skemmtiþáttum, ég hef raunar ekki séð þennan þátt á Skjá einum svo ekki get ég dæmt um hann.
Svipað þekkist úr skyndibitabransanum, þar sem keyptur er aðgangur að þekktum vörumerkjum, með tilheyrandi stöðluðu útliti og mat. Undantekningar þekkjast þó, svo sem hinn ramm-íslenski veitingastaður American Style, þar sem mér skilst að frumlegur veitingamaður hafi búið til sitt eigið konsept sem virkað hefur vel, í stað þess að kaupa tilbúið að utan. Mættu sjónvarpsstöðvar taka þetta til fyrirmyndar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2010 kl. 23:09 | Facebook
Um bloggið
Pælingar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.