Um blogg þingmanns

Fighters___lovers 

Vægast sagt sérstakur pistill frá þingmanninum Jóni Magnússyni. Hann segir:

 Í dag voru 6 dönsk ungmenni fundin sek um að afla fjár til hryðjuverkastarfsemi. Hvaðan skyldu þau ungmenni vera komin til Danmerkur?

M.ö.o. gefur þingmaðurinn sér að þetta hljóti að hafa verið innflytjendur. Eins og bent hefur verið á er það mesti misskilningur, þetta voru danskir unglingar úr hópnum 'Fighters and Lovers'. Um dóminn má lesa hér og ögn meira um þetta sérstaka dómsmál má lesa t.d. hér.

Ég ætla ekki að taka afstöðu með þessum hópi Dana, en augljóst er að þessir krakkar eru sannarlega engin dönsk 'Al Queda' sella eins og Jón Magnússon virðist halda. 

Vonandi hafa krakkarnir fengið skárri meðhöndlun en Svíi af sómölskum uppruna sem sakaður var um sama glæp en sleppt eftir margra mánaða gæsluvarðhald þegar ljóst var að ekki stóð steinn yfir steini í ákærunni.  Maðurinn hafði sent peninga til síns heimalands og á grundvelli símhleranna (illa þýddar í hendur sænsku lögreglunnar) var hann grunaður um að senda peningana til andspyrnuhópa sem hafa verið stimpluð sem hryðjuverkahópar, þó svo sú skilgreining sé afar umdeild, m.a. í ljósi stjórnmálaástandsins í Sómalíu.

Þingmaðurinn fer svo yfir í alls óskylt mál og ræðir um fréttir af vopnuðum átökum glæpahópa í Danmörku. Þetta eru vissulega ógnvænlegar fréttir, því þó svo þessar glæpamafíur séu fyrst og fremst að skjóta hver á aðra, þá er alltaf hætta á að saklausir verði fyrir barðinu, sérstaklega þegar átökin stigmagnast. Það gerðist síðast þegar svona "mafíustríð" geisaði í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug og stigmögnuðust átök þar til farið var að nota sprengjuvörpur. Á þessum tíma voru klíkurnar "danskar", glæpagengin 'Hells Angels' og 'Bandidos'.

Í stríðinu sem nú geisar berjast Hells Angles við aðra hópa. Það sérstaka við grein þingmannsins er að honum finnst ástæða til að bera blak af fyrrnefndum Vítisenglum, eins og þeir séu á einhvern hátt "saklausari" aðilinn í þessum deilum!

í gær birtist eftirfarandi frétt á visir.is:

Átök Vítisengla og innflytjendahópa í Danmörku hafa nú náð slíkum hæðum í Árósum að félagar í Vítisenglum eru teknir að flytja fjölskyldur sínar burt frá bænum.

Að sögn lögreglu hafa englarnir komið sér upp dauðalista og ætla sér að ráða þrjá félaga í hinum svokölluðu Trillegårds-samtökum af dögum en það eru glæpasamtök innflytjenda. Búist er við að til tíðinda dragi um helgina og hefur lögregla mikinn viðbúnað af þeim sökum.

Þetta er sem sagt "rólegi aðilinn" að sögn þingmannsins.

Ég er alveg sammála Jóni Magnússyni að það eigi að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að erlendar glæpaklíkur leiti hingað og sú áhætta er auðvitað raunveruleg. 

Hins vegar er dálítið sérstakt að lesa úr þessum hugleiðingum Jóns um tvær óskyldar fréttir að hann virðist halda að flest sem miður fer í Danmörku hljóti að vera af völdum innflytjenda; ungmenni sem eru dæmd fyrir að hafa ætlað að styðja hryðjuverkastarfsemi hljóti að hafa verið af erlendum uppruna, og í deilum tveggja harðsvíraðra glæpahópa tekur Jón hálf partinn upp hanskann fyrir þeim "þjóðlegri"!


mbl.is Dönsk ungmenni studdu hryðjuverkasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Skeggi.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.9.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er ansi snúið með hann Jón, því við og við tekur hann upp mál sem hægt er að vera hjartanlega sammála honum um og setur þau skýrt fram og af skynsemi en svo fer hann svona gersamlega yfir grensuna í þessum innflytjendmálum að maður veit ekki hvað skal halda.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.9.2008 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband