Svar til Valdimars Jóhannessonar

Valdimar Jóhannesson heitir bloggari sem hefur gert margt og merkilegt á lífsleiðinni, en er nú helst upptekinn við að vara okkur við Íslam, sem hann segir vera stórhættulega hugmyndafræði sem snúist um mannvonsku og heimsyfirráð. Ég skrifaði stutt komment við nýjasta pistil Valdimars, en hann vill ekki birta kommentið þó svo oft áður hef ég kommenterað hjá honum og við skipst á orðsendingum í mesta bróðerni. En Valdimar gerði mér þann greiða að endursenda mér kommentið í tölvupósti, svo hér er það birt, í aðeins lengri útgáfu. 

Valdimar hefur sagt fullum fetum að við þurfum að verjast innrás íslam hingað, sem sé "skipulagt jihad til þess að ná Íslandi undir íslam og sharíalög". Valdimar tekur mjög eindregna afstöðu í þrálátum átökum Ísraela og Palestínumanna, Ísraelsmenn eru góðir, sannleikurinn þeirra megin, Palestínumennirnir stjórnað af ofsatrúuðum hryðjuverkamönnum.

Valdimar hefur í fjölda bloggpistla rifjað upp sögu Íslam, sem hann telur vera samfellda árás á kristni.

Valdimar telur ekki að Íslam sé eins og hver önnur trúarbrögð, heldur beri að BANNA Íslam, sem sé einhverskonar ofbeldishugmyndafræði. 

====

Valdimar lítur ekki til þess að í heiminum búa nú svona ca. 1400 milljónir múslima. Tæplega einn og hálfur milljarður. Varla eru þeir allir VONDIR?  Ofurseldir ILLRI hugmyndafræði?

Og stóra spurningin er: HVAÐ vill Valdimar? Hver er LAUSNIN?  Lýsa yfir stríði við alla múslima??

Því Valdimar virðist telja útilokað að lifa í sátt og samlyndi með múslimum.

Reyndar held ég að ein rót öfgafullrar umræðu margra/sumra múslima í garð Vesturlanda er að þeir UPPLIFA eins og Vesturlöndin SÉU nú þegar í stríði við íslam og múslímsk lönd. Þeir heyra raddir öfgamanna eins og Valdimars, hatrið og óvildina. Og margir í hinni fylkingunni, hinum megin við víglínu Valdimars sem aðskilur okkur "kristnu Vesturlandabúana" frá "hinum" tala NÁKVÆMLEGA EINS og Valdimar. Hatrið er gagnkvæmt, eiturpílurnar ganga í báðar áttir.

Það má reyndar til sanns vegar færa að á liðnum 100 árum, og þarf ekki að fara svo langt aftur, hafa Vesturlönd (+Sovét) ráðist inn í, steypt af stóli valdhöfum, stutt grimma einræðishöfðingja, og almennt haft miklu meiri afskipti af ríkjum múslima, heldur en ríki múslima hafa haft gagnvart Vesturlöndum. Ungur róttækur reiður öfgamaður frá Írak upplifir að Vesturlönd séu í stríði við sig. Hefur hann rangt fyrir sér??

Er Valdimar ósammála því?

(Og hvaðan kemur þetta tal Valdimars um að múslímar séu að leggja undir sig heiminn? Hvað eru margir íslamskir trúboðar sem banka á dyrnar hjá okkur? Eða annars staðar í heiminum? Voru það múslímskir trúboðar sem fóru um allan heim á 19. og 20. öld? Voru það múslímsk ríki sem skiptu á milli sín heimsálfum á 19. öld, eins og að útdeila kökusneiðum, og bjuggu til landamæri með reglustiku?)

Hættan er sú að við leyfum Valdimar og skoðanasystkinum hans hér OG í ríkjum múslima að magna upp ótta, hatur og stríðstal.

Múslímar eru FÓLK EINS OG VIÐ. Þeir hafa í aðalatriðum sömu þrár, vonir og væntingar, þrá hamingju og ást og vilja lifa í sátt og samlyndi með fjölskyldu og vinum, sjá börn sín vaxa úr grasi, lifa við öryggi og eygja von um betri framtíð.

En við skulum ekki banna Valdimar. Nei, svörum honum fullum hálsi. Því hann hefur rangt fyrir sér. Friðurinn og vináttan þarf að sigra hatrið.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Það er ólíku saman að jafna um mannkynssöguna grimmd og útrýming múslima á kristnum og öðrum miðað við það sem hinir kristnu eru sakaðir um.

Höfum hugfast að í Biblíu kristinna manna er ekki getið um að boða trú með sverði og fara um og fremja Jihad og þvinga aðra með valdboði til að taka trú eins og múslimar lesa í Kóraninum. Þar er þeim þetta beinlínis uppálagt enda drepa þeir sína eigin trúbræður finnist þeim þeir fara lítillega út af sporinu eða að vera ekki nægilega trúaðir.

Sjáið lifandi kort sagnfræðinnar hér í meðfylgjandi hlekk :

.

https://www.youtube.com/watch?v=I_To-cV94Bo&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

.

og nánar í fyrirlestri :

.

https://www.youtube.com/watch?v=SO5_QQVYlpA&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 22:05

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Æ ég nenni ómögulega að horfa á þessi vídeó. Geturðu ekki sagt mér í stuttu máli um hvað þau fjalla?

Múslimar réðu á einhverjum tíma risalandsvæði allt í kringum Miðjarðarhaf. ?  Fyrir 150 árum síðan réð breska heimsveldið yfir ca. 25% af öllu landssvæði heimsins og ca. 20% af öllum íbúum jarðar. Sýnir þetta kannski ekki heimsyfirráða- og útþenslustefnu?  OG ef við lítum til síðustu 30 ára, hafa múslimsk ríki verið að skipta sér mikið af vestrænum ríkjum??

Skeggi Skaftason, 2.12.2014 kl. 23:04

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

skoðaðu fyrra videoið það er örstutt og myndrænt. Viljir þú vita meira þá líturðu á það seinna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 23:09

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Þetta sýnir á örfáum 548 styrjaldir, Jihad, morð nauðganir og þrælatöku vs. krossferðir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband