Málpípa Moggans vill trúarlögreglu

Páll Vilhjálmsson, einn einarðasti stuðningsmaður afturhalds-þjóðernis-Moggaklíku stjórnarflokkanna vill krefja þingmenn um skýringar, ef þeir mæta ekki í messu hjá lútersk-evangelísku trúfélagi áður en Alþingi er sett. Um þessa þingmenn skrifar Páll:

Þeir þingmenn sem hafna siðvenjum alþingis Íslendinga hljóta að gera grein fyrir siðleysi sínu.

 

Það er löng hefð fyrir því að þingmenn (flestir), Forseti og biskup mæti til sérstakrar messu í Dómkirkjunni rétt á undan þingsetningu. Þessi hefð á rætur til að rekja þess tíma þegar ekki ríkti trúfrelsi og kristni var skilgreind af ríkisvaldinu sem hin lögboðna trú þegna þessa lands.

Síðan hefur margt breyst. Nú ríkir hér trú- og skoðanafrelsi. Mönnum er frjálst að hafa hvaða trúarlegu skoðanir sem þeir kjósa og haga lífi sínu í samræmi við það.

Það er ekki hægt að skylda neinn til að taka þátt í trúarlegum athöfnum.

Þess vegna vekur það óhug þegar Páll Vilhjálmsson atvinnubloggari leggur beint og óbeint til sérstaka trúarskoðanalögreglu.  

Páll, ef þú vilt búa í svoleiðis ríki ættirðu að flytja til Íran. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Mér finnst alveg eðlilegt að þingmenn mæti til guðsþjónustu við setningu Alþingis. Guðsþjónustan er einfaldlega partur af athöfninni og slíkt ber þingmönnum að virða enda er hin evangeliska lúterska kirkja þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Þingmenn sverja eið við stjórnarskrána og verða því að sína það í verki að þeim sé alvara með þeim eið með því að mæta í Dómkirkjuna, jafnvel þó að þeir væru múslimatrúar.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.9.2014 kl. 15:25

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Stjórnarskráin segir vissulega að ríkið skuli "styðja og vernda" trúfélagið Þjóðkirkjuna. En það þýðir ekki að hægt sé skylda borgara þessa lands, hvorki þingmenn né aðra, til þátttöku í trúarlegum athöfnum.

Ef einstaka þingmenn eru mótfallnir öllum grundvallarkenningum lútersk-evangelískrar kirkju og taka alls ekki undir trúarlegan boðskap þessa trúfélags, þá að sjálfsögðu þurfa þeir ekki að mæta í messu hjá þessu trúfélagi.

Trúfélagið Þjóðkirkjan segir á heimasíðu sinni að það sé sjálfstætt og óháð trúfélag. Það er EKKI - samkvæmt eigin skilgreiningu - ríkisstofnun.

Skeggi Skaftason, 9.9.2014 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband