16.10.2011 | 11:55
Játning trúleysingja
Ég trúi ekki á Guð föður,
trúi því ekki að til sé almáttugur skapari himins og jarðar.
Ég trúi ekki á Jesú Krist, að hann sé Guðs einkason, Drottin vorn,
trúi því alls ekki að hann hafi verið getinn af heilögum anda,
en vel mögulegt að hann hafi verið fæddur af Maríu
en þá hefur hún ekki verið mey,
hann var hugsanlega píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
en ég trúi ekki að hann hafi stigið niður til heljar,
mér finnst mjög ósennilegt að hann hafi risið á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
ég trúi því ekki að hann hafi stigið upp til himna,
hvað þá að hann sitji við hægri hönd Guðs föður almáttugs,
og muni þaðan koma, að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi ekki á heilagan anda, skil ekki hvernig trúa megi á heilaga almenna kirkju,
veit ekki hverjir tilheyra samfélagi heilagra,
trúi ekki á guðlega fyrirgefningu syndanna,
trúi ekki á upprisu mannsins né eilíft líf
og finnst það satt að segja ekki eftirsóknarvert.
Um bloggið
Pælingar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og fyrir hverjum játar þú?
Gústaf Níelsson, 18.10.2011 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.