Væri 'JÁ' sterkari og betri skilaboð til umheimsins?

Margir virðast halda að þessi atkvæðagreiðsla snúist um að senda skilaboð til umheimsins, og þar með kannski bæta samningsstöðu Íslands.

Mun afdráttarlaust 'NEI' styrkja verulega samningsstöðu okkar? Er það víst? Ef Bretum og Hollendingum finnst það einfaldlega sanngjarnara að við eigum að borga þetta lágmark og fjármögnunarkostnað sem af þessu láni hlýst, af hverju ætti þjóðaratkvæðagreiðsla að breyta afstöðu þeirra?

Gæti kannski verið að sterkt og ótvírætt 'JÁ' væri enn betri skilaboð til umheimsins, sem þjóni okkar "málstað betur til lengri tíma litið ?Að sjálfsögðu vilja Íslendingar að fólk geti treyst Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum, þar á meðal íslenskum bönkum. Við viljum ekki fá okkur stimpil sem Nígeríusvindlarar Norðursins.

Hvernig vinnum við helst gegn þess konar viðhorfum? Hvernig sýnum við umheiminum að okkur hafi ekki staðið á sama um 300.000 sparifjáreigendur sem gerðu þau reginmistök að treysta 120 ára gömlum íslenskum banka, sem gerði út á hreina og óspillta ímynd Íslands, traust og heiðarleika þjóðarinnar?

'JÁ' myndi hugsanlega bara liðka til fyrir samninganefndinni, að ná hagstæðari samningum og lægri vaxtabyrði. Ef umheimurinn er á annað borð að hlusta - sem ég held að sé ofmetið - þá væru þetta skilaboð sem geta bætt stöðu okkur meira til lengri tíma litið. Okkur er annt um orðspor okkar.

Íslandi má treysta!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband