Þjóðarheiður eða þjóðarheimska?

Stutt frétt kom í blöðum í dag sem skýrir af hverju þrotabú Landsbankans liggur með 200 milljarða á nánast engum vöxtum á reikningi hjá Seðlabanka Bretlands. Það er af því að Landsbankinn skuldar nánast öllum stórum bönkunum í Bretlandi. Þeim skuldum var ýtt aftur fyrir venjulegar innistæður með neyðarlögunum. Bankinn óttast að leggi þeir einhvers staðar inn peningana utan Seðlabankans verði þeir hirtir uppí skuldir.

En þetta er nokkuð sem Við-ætlum-ekki-að-borga kórinn hefur ekki áhyggjur af.

Hinn háværi kór virðist hugsa:

  • Aðrar þjóðir eiga að sýna því skilning að við settum hér neyðarlög og færðum innistæður framfyrir skuldabréf í kröfuröð á þrotabú bankanna, og látum þannig erlenda banka taka mestan skellinn af falli bankanna. 
  • Aðrar þjóðir eiga að sýna því skilning að íslenskir innstæðueigendur fái sínar bankainnstæður 100% bættar, hvort sem er 10 milljónir, 100 milljónir, krónur eða gjaldeyrisreikningar.
  • Aðrar þjóðir eiga að koma okkur til hjálpar og lána (AGS, Norðurlönd o.fl.) til að ríkissjóður fari ekki í greiðsluþrot og reyna megi að viðhalda íslensku krónunni (Nei-kórinn hefur fulla trú á krónuna enda vilja þeir ekki í ESB og taka upp Evru.
  • Þegar kemur að Icesave, 300.000 manns sem treystu íslenskum banka fyrir peningunum sínum, eiga aðrar þjóðir barasta að gjöra svo vel að "fara með málið fyrir dóm".
  • Nei-urum finnst orðspor Íslands ekki nógu laskað. Þeim finnst það hafa verið frumhlaup Breta og Hollendinga að borga út Icesave innstæður. Þeir hugsa ekkert útí það hver áhrif þess hefði verið ef 300.000 manns sætu ENN og biðu eftir að fá kannski peningana sína aftur. Á meðan við fengum okkar innstæður 100% bættar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband