Færsluflokkur: Menning og listir
16.10.2012 | 21:19
Til varnar bangsapabba
Bangsapabbi varð fyrir ósanngjarnri gagnrýni í fjölmiðlum í dag. Feministi segir að
það skírskoti til raunveruleikans hvernig Bangsapabbi njóti mikillar lýðhylli án þess að hafa nokkuð til þess unnið annað en að vera karlkyns og kominn yfir miðjan aldur.
Þetta er ekki rétt.
Þótt það komi ekki fram í leikverkinu þá gegndi Bangsapabbi fjölmörgum trúnaðarstöðum í Hálsakógi um árabil áður en sagan gerist sem sagt er frá í leikritinu. Hann var í mörg ár formaður sóknarnefndar, sat einnig í kjörstjórn í Hálsaskógarkjördæmi, var á yngri árum virkur í Hjálparsveit bjarna, sat í hreppsnefnd, í stjórn Skógræktarfélagsins, var formaður Samtaka berklasjúkra Bjarndýra SBSB, og svo mætti lengi telja.
Það er því rangt að álykta sem svo að Bangsapabbi hafi verið í leiðtogahlutverki í Hálsaskógi BARA af því hann var karlkyns og kominn yfir miðjan aldur.
Menning og listir | Breytt 17.10.2012 kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar