Færsluflokkur: Löggæsla
17.3.2016 | 22:27
Framsókn viðurkennir hagsmunaárekstur
Margir talsmenn Framsóknarflokksins hafa í dag og í gær viðurkennt að vissulega var forsætisráðherra í bullandi hagsmunaárekstri þegar ríkisstjórn hans hafði umsjón með samningum við kröfuhafa þrotabúa bankanna samtímis því að eiginkona hans átti kröfur í þrotabú bankanna þriggja uppá hálfan milljarð. Kröfurnar námu umtalsverðum hluta af uppgefnum eignum þeirra hjóna svona hér um bil þriðjungi af skráðum eignum þeirra.
Þetta sagði t.d. aðstoðarmaður ráðherrans Jóhannes Þór Skúlason í frétt mbl í gær:
Sé ennfremur skoðuð sú stefna sem Sigmundur Davíð hafi keyrt gagnvart kröfuhöfum bankanna, þá er lítið greitt upp í almennar kröfur og það eigi það við um kröfu hennar eins og annarra.
Þarna kallar Jóhannes Þór Sigmund Davíð höfund þeirrar stefnu sem lá að baki samningunum við kröfuhafana, meðal annars eiginkonu ráðherrans.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík sagði þetta:
Sigmundur fór hins vegar í það að rýra eignir kröfuhafanna sem mest og þar með eiginkonu sinnar í leiðinni í almannaþágu. [...] Hann sagði nei við Icesave, hann lækkaði skuldir heimilanna og hann sótti fé til kröfuhafanna.
Líkt og Jóhannes Þór lýsir Guðfinna samningunum við kröfuhafa nánast sem persónulegri vegferð og sigurgöngu Sigmundar Davíðs.
Einn ötulasti talsmaður ríkisstjórnarinnar, bloggarinn og sögukennarinn Páll Vilhjálmsson, segir svo þetta:
Enginn gekk eins hart fram að leggja skatt á kröfuhafa föllnu bankanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. [...] Eigum við ekki að þakka fyrir að eiga forsætisráðherra sem tekur hagsmuni ríkisins fram yfir persónulegan ábata?
Aftur er Sigmundi lýst sem hetjunni sem nánast eins síns liðs sótti peninga til kröfuhafa. (Reyndar er söguskoðun Páls eins og endranær broguð, það var jú bara kynntur skattur, en skatturinn kom ekki til framkvæmda því þess í stað stóð kröfuhöfum til boða uppgjör með svokölluðu stöðugleikaframlagi sem var mun hagstæðara en hinn boðaði skattur.)
Þessir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs sjá og viðurkenna hið augljósa, að hér var á ferð augljós og verulegur hagsmunaárekstur, persónulegir hagsmunir ráðherrans gengu þvert á þá hagsmuni sem hann var að verja í samningunum við kröfuhafa sem æðsti embættismaður ríkisins. (Og munum að fjárhagur konu hans er vissulega hans hagsmunir líka, hvað sem líður séreignum og kaupmálum.)
En Framsóknarfólkið vill að við trúum því að Sigmundur hafi tekið þjóðarhagsmuni fram yfir eigin hagsmuni og látið sig engu varða hvort hann og kona hans yrðu einhverjum tugum eða hundruðum milljóna ríkari eða fátækari.
Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að Sigmundur hafi reynt að haga samningum þannig að kona hans myndi halda eftir meiri eignum en ella. Reyndar held ég að það sé orðum aukið að hann hafi sjálfur rissað upp þær leiðir sem farnar voru, en hann var auðvitað í forsvari fyrir þá ríkisstjórn sem bar ábyrgð á samningunum.
TVENNT skiptir hér mestu máli:
í fyrsta lagi, ef kjörinn fulltrúi eða embættismaður er vanhæfur vegna hagsmunaáreksturs skiptir ekki máli hvort viðkomandi beitir sér í eigin þágu, hagsmunaáreksturinn er til staðar hvort sem hann veldur óeðlilegri afgreiðslu eða ekki. Viðkomandi nýtur ekki óskoraðs trausts til verkefnisins. Sér í lagi ef hann hefur vísvitandi leynt hagsmunum sínum.
Í öðru lagi, forsætisráðherra hélt þessum persónulegu fjárhagslegu hagsmunum sínum leyndum. Hann gaf ekki samstarfsfólki sínu, kjósendum sínum eða okkur umbjóðendum sínum kost á að meta hvort þessi hagsmunaáresktur myndi að okkar mati valda vanhæfi ráðherrans til að leita til lykta eitt stærsta fjárhagslega uppgjörsmál þjóðarinnar fyrr og síðar.
Vulture Man - með vængi úr lógói FRamsóknarflokksins
Löggæsla | Breytt 18.3.2016 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2015 | 16:00
Aðstoðað við efnahagsglæpi
Nýfallinn Hæstaréttardómur í Al Thani-málinu er stórmerkilegur. Dómurinn er vel skrifaður og skýr þó svo málið sjálft sé flókið. Að mati þess sem hér skrifað fer ekkert á milli mála að brot voru framin.
Eitt sem vekur athygli þegar svona dómur er lesinn er að höfuðpaurarnir þurfa marga dygga aðstoðarmenn til að útfæra þessi afbrot. Það er ansi hreint merkilegt að lesa hvernig stærstu og "virtustu" lögfræðistofur landsins lögðu sig í lima við að aðstoða við þetta.
Hér er gripið niður í texta dómsins. EH var forstöðumaður lögfræðisviðs Kaupþings en BÓ var og er enn meðeigandi og lögmaður á stærstu lögmannsstofu í Reykjavík:
Í málinu liggur fyrir endurrit af hljóðupptöku af símtali milli EH og BÓ, sem eftir upphafsorðum þess fór greinilega fram á sama tíma og EH sendi tölvubréfið með skipuritinu, en hann tók einnig fram að hann hafi reynt að ná í BÓ daginn áður. Fljótlega í samtalinu kvaðst EH óttast að lán, sem hann nefndi profit participating lán og fæli í sér að lánskjörin tækju mið af þróun á verðmæti hluta í Kaupþingi banka hf., kynni að mati skattyfirvalda að fela í sér duldar arðgreiðslur. Hann hafi leitað álits hjá tveimur nafngreindum Íslendingum, sérfróðum á sviði skattaréttar, sem hafi lýst þeirri skoðun að hjá þessu mætti komast með því að hafa lánið í formi skuldabréfs og kjörin í formi vaxta. Hann lýsti því að ef við lendum í einhverju veseni með þetta, að skattayfirvöld verða nú að þráskallast við eins og oft kemur upp sko ... þá er næsta í rauninni girðing ... hvar getum við sett þá upp félag ... ég viljandi ... setti það hvergi upp ... sagði bara að þeir myndu sko setja þetta inn sem equity inn í félagið en það er útfærsluatriði að þessar 300 milljónir sem þeir koma með saman, 150 og 150, að það geti verið í formi sko eigin fjár og ... hérna hluthafaláns ... til þess að fá vaxtagjöld ... og við tékkuðum á því með Kýpur að það gengur alveg
að koma inn með bara stórt hluthafalán, að það yrði frádráttarbært frá öllum vaxtatekjum. EH vísaði síðan til upplýsinga í tölvubréfi frá endurskoðunarfyrirtækinu á Kýpur og sagðist þá um leið senda það áfram til BÓ. Sagði þá BÓ að hann væri aðeins búinn að nefna það við Óla sko að það yrði Kýpur félag fyrir ofan, þannig að ... hann veit af slíkum möguleikum. Hann bætti því svo við að það væri annað sem að þyrfti að tékka sig af líka sko í þessu sko, ég var nú að ræða við
Óla sko um að ... mér sýndist vera í lagi ... en það var sko, hvort að það væri sko flöggun á honum. Sagði þá EH að þetta væri næsta atriði af því hann er náttúrulega þarna inni í Eglu og allt það ... þá kom einmitt þetta sko, í mínum huga ókei, náttúrulega uppleggið frá Magga var að segja eitthvað ... hann má ekki flagga, við viljum bara að Qatarinn flaggi og enginn annar, hann er bara einn í þessu sko. Þessu játti BÓ og sagði þá EH að þess vegna yrði þetta að verða í formi láns. Hann bætti því svo við að hann vildi ræða þetta við BÓ áður en við klárum þetta, því að þeir eru búnir að samþykkja þetta Ólafur og, og [MAT] og þetta er bara go. Lýsti EH eftir þetta að MAT ætti Q Icelandic að fullu og hann væri búinn að taka þar stóra fjárfestingu í Alfesca hf., en ef hann tæki síðan stöðu í bankanum ... og á síðan félagið ... 50% á móti Ólafi ... er eitthvað hætta á að við getum sagt að það eru bein eignatengsl þarna á milli, af því þetta er afkomutengt. Sagði þá BÓ að það er hætta á því sko ... ég þarf að þræða mig aðeins í gegnum það ... ég sagði bara við Óla að mér sýndist að þetta þarna ... sko hann var þá ekki búinn að ræða, við vorum þá ekki búnir að ræða sko arðgefandi lánið ... að það yrði beint, beint arðgefandi sko, ef það væri alveg skilyrði að það væri arðgefandi sko. Skaut þá EH inn orðunum já, sem það og er sko, af því að mér skilst að Ólafur náttúrulega á að fá sinn part í kökunni sko. Játti BÓ því og sagði hann, hann þarf að fá sinn part af, af upside-inu sko. Í framhaldi af þessu ræddu þeir um ýmis atriði varðandi útfærslu á viðskiptunum í tengslum við félög á Kýpur og Bresku Jómfrúareyjunum, en um það sagði svo BÓ að þetta væri útfærsluatriði en grundvallarspurningin er náttúrulega bara fyrst og fremst ... er flöggun þarna eða ekki, sko. Hann bætti því síðar við að þá væri spurning sko hvernig strúktúrinn hjá honum persónulega er fyrir ofan en það er auðvitað hans mál sko ... ég var ekkert búinn að ræða sko, hann var að spyrja um það hann Óli sko. Eftir þetta tóku við nokkuð langar samræður um skattaleg atriði, en undir lok samtalsins sagðist BÓ tékka á, á þessu út frá kauphallarmálum og aðeins síðar sagði EH að það væru þá þrjú atriði, það er eignarhaldið, flöggunin, síðan númer tvö er, er arðstekjur ... og þrjú er, er skattur á vexti.
Dómurinn í heild sinni er HÉR.
Löggæsla | Breytt 7.4.2015 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2014 | 13:06
Kynþáttahyggja á moggabloggi
Það eru hinsvegar mannréttindi kynborinna Íslendinga að halda landi sínu hreinu
Halldór Jónsson, Moggabloggari, 8.10.2014.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2010 | 12:54
Julian Assange - hvað gerðist í Svíþjóð?
What really happened during Julian Assanges visit to Sweden earlier this year? Here is a timeline including excerpts of case testimony.
According to a group of young swedish computer programmers and Wikileaks supporters calling themselves Radsoft, Swedish tabloid Aftonbladet is said to have copys of the Assange case files. Aftonbladet is a tabloid meaning that one will always have to take what they write with a healthy dose of criticism. Most of it is purely gossip the testimony of the girls is not corroborated and Aftonbladets version isnt corroborated either. That being said though, one can actually construct a timeline based on the Aftonbladet supplement. And the guys at Radsoft have done just this,and this is what is said to have happened. (How they got this information I do not know, and neither do I want to. Some links and additional known information has been added by me.)
2010-08-11 (Wednesday) Julian Assange arrives in Stockholm. He is invited by Anna Ardin (Woman A) of the Brotherhood Movement, an adjunct of the Social Democrat Party. Ardin is to be out of town for a few days and lets Assange stay at her flat on Tjurbergsgatan on Södermalm in Stockholm. Assange uses much of his time to meet with journalists and organisations. He has dinner with friends and a US journalist who wants to talk about his new book on the Bush clan.
Sofia Wilén (woman B) contacts the socialdemocratparty Brotherhood Movement on or shortly after 11 August to get a ticket to the Assange event. Admission is prio press as Ardin posts on Twitter. Wilén is professedly a photographer and gets a ticket. She lives outside Stockholm (in Enköping) but claims to be a national government employee.
2010-08-13 (Friday) Ardin was to return to Stockholm first on Saturday 14 August but gets back early, already on Friday afternoon.
He was there when I came home, Ardin tells the police. We talked a bit and agreed he could continue to stay there.
Ardin and Assange go to a local eatery for dinner, then return to the flat and have sex. They use a condom but the condom is found to be broken afterwards.
2010-08-14 (Saturday). Wilén attends the event arranged by Ardin, sits in the front row with her camera and takes pictures of Assange, hangs about afterwards, introduces herself to Assange, gets an invite to a lunch with the entourage at a bistro a few blocks away, she and Assange see a short movie in a local cinema afterwards, then part.
Assange attends a crayfish party in Ardins courtyard where two members of Swedens Pirate Party (likely Falkvinge and Troberg) and are also present.
2010-08-15 (Sunday). Assange, Falkvinge, and Troberg meet in the old town for a photo shoot concerning Swedens Pirate Party offering server support to WikiLeaks.
Wilén calls Assange but his telephone is turned off. She starts telling her work colleagues about her meet with Assange. They told me he must feel like I dumped him, so the balls in my court if I want see him again, Wilén tells the police.
2010-08-16 (Monday). Wilén rings Assange again and this time he picks up. He tells her hes going to a meeting in the evening but should be able to connect with her about 20:30. Wilén wanders about in the city, eats some sushi, rings Assange back at 21:00 when he hasnt yet turned up. Assange picks up. He said he was in Hornsgatan and the meeting had just ended. He asked me to come and meet him, which I did.
Wilén and Assange walk to the old town, sit down at Munkbron, talk a while, then take the train to her home in Enköping. Wilén pays for Assanges ticket (SEK107/$10).
Wilén and Assange have sex that evening with a condom. They have sex again in the following morning but without a condom. After sex in the morning, Wilén goes out and buys, then cooks breakfast oatmeal and juice. They joke about her possibly being pregnant.
I was being sarcastic to defuse the situation.
Wilén and Assange ride together on her bike to the train station. Assange returns to Stockholm alone. Wilén asks Assange if hell ring her. He says he will. Assange is to meet Agneta Lindblom Hulthén of the Swedish journalists association at 12:00 noon but doesnt turn up until 16:00.
One of his colleagues whod been at the meeting the previous evening and whod seen Wilén arrive at Hornsgatan starts looking for him. He tries to reach Wilén as he suspected theyd spent the night together. He rings Assange but Assange doesnt answer.
2010-08-18 (Wednesday) Wilén calls Ardin and tells her shes had unprotected sex with Assange. She says shes upset he didnt use a condom and is afraid she might have contracted an STD or become pregnant. Ardin admits she too had had sex with Assange. Ardin rings an acquaintance of Assanges after the conversation with Wilén to convey the message to Assange that she wants him to move his things out of her flat.
2010-08-19 (Thursday) Ardin sends an SMS message to the same acquaintance of Assanges, saying he still hadnt moved his things out.
2010-08-20 (Friday) Assange moves his things out of Ardins flat. He claims its first on Friday he hears of her request. Wilén and Ardin arrive at the Klara police station at 14:00. Wilén wants to file charges of rape; Ardin tags along to be of help.
They talk to a female police officer who concludes theyre both victims of sex crimes and decides to interrogate them separately. Of Wilén the female police officer writes the following in the report.
She said shed been raped in her home on the morning of Tuesday 17 August by a man who had sex with her against her wishes.
The female police officer ends her report with the following.
Everyone I spoke to was in earnest agreement that this was a case of rape.
Ardin, who only came along to help Wilén, tells the policewoman she also had sex with Ardin. She tells the policewoman the condom broke during sex and now accuses Assange of deliberately breaking it. The police conduct their interrogation of Ardin the following day on the phone.
The police send out a posse to Stureplan to visit upscale nightclubs in search of Assange. He is not to be found. (Assange later tells friends about the broken condom but dismisses the idea it broke deliberately. He also insists he in no way raped the other woman either it was consensual unprotected sex.)
Niklas Svensson of Expressen gets wind of the story, (through Ardin and Wilén), races back to Stockholm from Harpsund, he or someone else in his office rings up prosecutor on duty Maria Kjellstrand who corroborates the details, the charges, and the identities involved.)
2010-08-21 (Saturday). Svenssons story hits Expressen online 05:00. A few hours later the other Swedish news sites have the story and soon its all over the globe.
The police are tipped off that Assange is staying at a hotel in Stockholm but hes already checked out by the time they arrive.
Chief prosecutor Eva Finné decides to take over the case and has the files sent to her summer cottage by messenger. She reviews the documents and immediately rescinds the arrest warrant. She adds the following to her decision. If the suspect turns up then tell him hes suspected of molestation X 2.
The infamous Al Jazeera interview
2010-08-22 (Sunday). Swedish procecutor Karin Rosander is interviewed by Al Jazeera and manages to make a mockery of herself and the whole swedish justice system to a stupefied reporter and studio crew.
Chifprocecutor Eva Finné is rumoured to be highly critical of the initial arrest warrant.
Wilén and Ardin contact lawyer and socialdemocrat politician Claes Borgström in the evening and he agrees to take the case. Borgström is among other things know as the lawyer who silently let his former client Thomas Quick aka Sätermannen get innocently convicted of 8 murders.
2010-08-23 (Monday). Assange retains Leif Silbersky as counsel and Silbersky immediately poses a rather obvious question. Why did the prosecutor corroborate all that confidential information to the media? The question is considered obvious because such behaviour is neither normal, acceptable, nor prudent particularly when the arrest is in absentia. Announcing such an arrest only gives the suspect a chance to flee. The swedish prosecutors office refuse to this day to answer this question.
Chief procecutor Eva Finné 2010-08-25 (Wednesday). A Google search for Assange rape yields 1.2 million hits.
Finné clarifies that she doesnt mean she doesnt believe the womens stories, only that there is nothing criminal in them.
Claes Borgström, based on the same evidence, insists there is something criminal and that it was outright rape in both cases, and demands the case be reviewed by a prosecutor at utvecklingsenheten. That is a department within the prosecutors office where you can appeal desicions made by the original procecutor.
The case will eventually land on the desk of procecutor Marianne Ny, special procecutor in charge of cases regarding rape and sexcrimes at the procecution appeal office in Gothenburg. Ny is the one that eventually puts out yet another arrest warrant for Julian Assange. Accusing him yet again for rape. More about Marianne Ny and her work to instate the dicriminating swedish laws on womans peace here (in swedish).
Borgström is given an advance copy of the Aftonbladet article and replies with the following.
I want to stress that there are significant details missing in this report, details I base my accusations of rape on, but I am prevented from revealing what these details are.
Claes Borgström, feminist equality fighter Aftonbladets reporters suggest to Borgström that its in his clients best interests to reveal the significant details. Borgström replies with the following.
It would hurt the investigation to make the information public at this stage. Its my opinion [Finné] was in error. I believe Assange will be charged with having commited sex crimes.
Aftonbladets reporters tell Borgström they wonder how this can be if Ardin insists shes not been raped? Borgström replies with the following statement:
My client [Ardin] is not a lawyer.
2010-08-30 (Monday). Assange meets with the police at 17:45. His solicitor Leif Silbersky is simultaneously involved in the helicopter robbery case and cant make it earlier.
Assange is told he is suspected of deliberately breaking a condom and denies this is so. He adds that hell be staying in Sweden to fight the accusations and has no intention of fleeing the country.
Assange also demands guarantees details of the case will not again be leaked to the media particularly Expressen.
2010-08-31 (Tuesday). Details of the interview the police guaranteed would not be leaked turn up in Expressen.
Daddy´s / Radsoft
Tekið HÉÐAN, sem er komment bið þennan pistil:
Dessa är konstigheterna i Assange-ärendet
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar