Færsluflokkur: Formúla 1
18.4.2010 | 09:50
Skýrslan, Icesave og ábyrgð þjóðar
Þetta svar setti ég inn sem athugasemd á síðu Guðmundar Ásgeirssonar, þar sem fram komu upphrópanir og hneysklun á yfirlýsingu stjórnvalda frá 7.4.2010 til AGS um að Ísland muni standa við Icesave skuldbindingar:Það kemur nákvæmlega ekkert á óvart í þessari yfirlýsingu. Það hefur alltaf staðið til að Ísland standi við þessar skuldbindingar. Ég held líka að mikill meirihluti þingmanna allra flokka, nema kannski Hreyfingarinnar, styðji það.
Ef fólk ætlar áfram að baula að "Ísland ber enga ábyrgð á Icesave", þá hvet ég nú fólk til að lesa vandlega þá kafla skýrslunnar sem fjalla um Icesave.Það er bara alveg klárt að íslensk stjórnvöld geta ekkert skotið sér undan ábyrgð.
Íslensk stjórnvöld:
a) létu hjá líðast að ýta á LÍ að flytja Icesave í dótturfélag (en Bretar ýttu mjög á þetta snemma árs 2008!)
b) FME nánast bara tók undir óskir LÍ í samskiptum við FSA í Bretlandi að fá að fresta sem lengst slíkum flutningi
c) Íslensk stjórnvöld meðvitað LEIÐA HJÁ SÉR árin 2007 og 2008 að skoða það hvernig TIF eigi að geta brugðist við greiðslufalli á þessu ört stækkandi innlánasafni.d) Seðlabankinn greinilega umgengst LÍ með silkihönskum, gangstætt t.d. meðhöndlun á Glitni. Kannski af því Lí var jú uppáhaldsbanki xD og yfir gagnrýni hafinn?
d) Í mars 2008 þegar gert var "míní"-áhlaup á Landsbankann hefði HEIÐVIRÐ stjórnvöld geta komið þeim skilaboðum til Bretlands að þau myndu EKKI tryggja lágmark á Icesave, ef það var raunveruleg stefna. Það gerðu þau ekki. Það var ALDREI gefið annað í skyn en að staðið yrði við þetta lágmark, og LÍ sagði það ítrekað í fjölmiðlum í Bretlandi og stóð skýrum stöfum á heimasíðu Icesave. Gerði FME eða eitthvert stjórnvald athugasemd við það? Nei.
e) Í ljósi atburða (og ekki-atburða) 2008 voru viðbrögð Breta og beiting "freezing orders" í raun bara ósköp skiljanleg. Bretar höfðu m.a. spurt Seðlabanka Íslands um það um vorið 2008 hvort rétt væri að Icesave peningar streymdu allir til Íslands (í bankann hér). SÍ svaraði þessu með því að grípa til varna fyrir LÍ og kannaði þetta ekkert frekar.
f) Íslensk stjórnvöld gera ENGAR athugasemdir þegar LÍ fer af stað með Icesave í Hollandi í maí 2008, sm skýrslan sé með öllu "óskiljanlegt" að það skuli hafa verið gert.
Margt fleira mætti nefna. Lesið vel 17., 18. og 19. kafla skýrslunnar, í bindum 5 og 6.Staðreynd málsins er að Landsbankinn ryksugaði til sín peninga venjulegra sparifjáreigenda til að lengja líf bankans, peningarnir fóru svo beint í hít glæpamanna, Björgólfs, Baugs o.fl. Íslensk stjórnvöld gerðu ekki neitt.
Þessi stjórnvöld voru LÝÐRÆÐISLEGA KJÖRIN af okkur sem þjóð, þess vegna getum við sem þjóð - því miður - ekki firrt okkur ábyrgð á allri þessari hrikalegu röð mistaka og skorti á athöfnum og viðbrögðum.En og aftur, lesið skýrsluna!
Um bloggið
Pælingar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar