Færsluflokkur: Vísindi og fræði

"Lítil" eða "stór" æfing? Viðvaranir þjóðhöfðingja

Það er alveg rétt hjá ÓRG að liðin vika hafi að sumu leyti verið "æfing" fyrir það sem gæti gerst, því flugmálayfirvöld virðast ekki hafa hugleitt þessi mál mikið hingað til.Það er hins alveg óþarfa dramatískt og hálf-kjánalegt að tala um þetta sem litla æfingu. Flugsamgöngur lömuðust nánast í allri Evrópu, hvernig ætti Kötlugos að geta haft mikið meiri áhrif en það?

Vissulega gæti Kötlugos haft meira langvarandi áhrif, en það þarf ekkert ða vera, Kötlugos hafa verið allt niður í 2 vikur, og þau Kötlugos sem fylgt hafa Eyjafjallaj-gosum hafa verið hlutfallslega lítil Kötlugos. Áhrifin gætu af þessum sökum orðið minni úti í Evrópu, þó hér yrðu þau hiklaust meiri en af yfirstandandi gosi.Askan úr næsta Kötlugosi, gæti hugsanlega ekki verið eins svakalega fíngerð, vindáttir gæti þá verið mun hagstæðari fyrir Evrópu, t.d. ríkjandi norðan - og norðaustan átt.

Samandregið er alls óvíst að næsta Kötlugos verði "miklu meira" m.t.t. áhrifa á önnur lönd en Ísland, og þess vegna var tal Forsetans í BBC gos-viðtalinu hinu fyrra glannalegt og til þess gert að vekja óþarfa ótta.

Svo í öðru lagi er þetta einhver skrýtin misskilningur að Íslendingar beri ábyrgð á að upplýsa önnur lönd um íslensk eldfjöll. Færir og vel menntaðir eldfjallafræðingar finnast úti um allan heim, í góðu sambandi við kollega sína íslenska. Allar upplýsingar um Kötlu má finna t.d. á internetinu og enginn hefur verið að leyna neinu.Við þurfum ekkert að vara önnur lönd við hugsanlegum mögulegum áhrifum Kötlugosa, frekar en að Grænlendingar þurfi að vara önnur lönd við hættu af hafís!


Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband