Morðingjar í menntaskóla!?

Ég horfði í vikunni á svokallaðan árshátíðarannál Menntaskólans við Sund frá liðnu vori. Tæplega hálftíma myndband með ýmsum atriðum, eftir myndbandaklúbb skólans.

 Þvílíkt og annað eins.

Mér rann kallt vatn milli skinns og hörunds.Myndin byrjar á löngu atriði þar sem óeinkeinnisklæddir lögreglumenn rannsaka morð. Í ljós kemur að fórnarlambið er jarðfræðikennari menntaskólans að því er virðist. Svo er sýnd árásin á kennarann, þar sem grímuklæddir menn ryðjast inn og ráðast á manninn og brjóta allt og bramla.

Ég bara spyr, er þetta í lagi?

Myndbandið frá Menntaskólanum við Sund er ofbeldismyndband. Segjum hlutina eins og þeir eru. Þarna er morð og ofbeldi notað til þess að auglýsa skemmtun. Eru ekki einhverjar viðvörunarbjöllur farnar að hringja? Við upplifðum hér hið svokallaða hrun. Hvað er þetta þá? Morðhrun?

Hvað finnst okkur um það að ungum karlmönnum í menntaskóla finnist það bara í lagi að MYRÐA kennarana sína, að grínast með mannsmorð? Verðum við ekki að fara að taka í taumana? Eiga jarðfræðikennarar að þurfa að búa við stöðugum ótta um líf sitt? Bera ungir karlmenn nú til dags enga virðingu fyrir lífinu?!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband