Færsluflokkur: Trúmál

Málpípa Moggans vill trúarlögreglu

Páll Vilhjálmsson, einn einarðasti stuðningsmaður afturhalds-þjóðernis-Moggaklíku stjórnarflokkanna vill krefja þingmenn um skýringar, ef þeir mæta ekki í messu hjá lútersk-evangelísku trúfélagi áður en Alþingi er sett. Um þessa þingmenn skrifar Páll:

Þeir þingmenn sem hafna siðvenjum alþingis Íslendinga hljóta að gera grein fyrir siðleysi sínu.

 

Það er löng hefð fyrir því að þingmenn (flestir), Forseti og biskup mæti til sérstakrar messu í Dómkirkjunni rétt á undan þingsetningu. Þessi hefð á rætur til að rekja þess tíma þegar ekki ríkti trúfrelsi og kristni var skilgreind af ríkisvaldinu sem hin lögboðna trú þegna þessa lands.

Síðan hefur margt breyst. Nú ríkir hér trú- og skoðanafrelsi. Mönnum er frjálst að hafa hvaða trúarlegu skoðanir sem þeir kjósa og haga lífi sínu í samræmi við það.

Það er ekki hægt að skylda neinn til að taka þátt í trúarlegum athöfnum.

Þess vegna vekur það óhug þegar Páll Vilhjálmsson atvinnubloggari leggur beint og óbeint til sérstaka trúarskoðanalögreglu.  

Páll, ef þú vilt búa í svoleiðis ríki ættirðu að flytja til Íran. 

 


Játning trúleysingja

Ég trúi ekki á Guð föður,

trúi því ekki að til sé almáttugur skapari himins og jarðar.

Ég trúi ekki á Jesú Krist, að hann sé Guðs einkason, Drottin vorn,

trúi því alls ekki að hann hafi verið getinn af heilögum anda,

en vel mögulegt að hann hafi verið fæddur af Maríu

en þá hefur hún ekki verið mey,

hann var hugsanlega píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,

krossfestur, dáinn og grafinn,

en ég trúi ekki að hann hafi stigið niður til heljar,

mér finnst mjög ósennilegt að hann hafi risið á þriðja degi aftur upp frá dauðum,

ég trúi því ekki að hann hafi stigið upp til himna,

hvað þá að hann sitji við hægri hönd Guðs föður almáttugs,

og muni þaðan koma, að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi ekki á heilagan anda, skil ekki hvernig trúa megi á heilaga almenna kirkju,

veit ekki hverjir tilheyra samfélagi heilagra,

trúi ekki á guðlega fyrirgefningu syndanna,

trúi ekki á upprisu mannsins né eilíft líf

og finnst það satt að segja ekki eftirsóknarvert.


Um bloggið

Pælingar

Höfundur

Skeggi Skaftason
Skeggi Skaftason
Frjálslyndur og fróðleiksþyrstur lífsspekingur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • vulture-man
  • hetjur
  • dracula
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.47.46 PM
  • Screen shot 2013-09-22 at 3.38.15 PM

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband